Stjörnurnar syrgja Turner

Við stjörnu Turner í Hollywood síðdegis í dag.
Við stjörnu Turner í Hollywood síðdegis í dag. AFP/Patrick T. Fallon

Bandaríska söngkonan Tina Turner lést 83 ára að aldri í dag. Fjöldi hefur minnst söngkonunnar sem söng sig svo sannarlega inn í hugi og hjörtu heimsbyggðarinnar á löngum ferli sínum.

Fólk um heim allan syrgir Tinu Turner.
Fólk um heim allan syrgir Tinu Turner. AFP/Nathalie Olof-Ors

Körfuboltastjarnan fyrrverandi, Magic Johnson, segir Turner vera eina af frábærustu skemmtikröftum til þess að sjá á tónleikum. Hann segir miða á tónleika Tinu alltaf hafa verið peninganna virði. 

Streymisveitan Spotify segir engann geta komið í stað Turner. 

Söngvarinn Rick Astley dáist að Tinu og segir hana eina af þeim bestu. 

„Arfleifð hennar lifir með stjörnunum“.

Söngkonan Diana Ross segist í áfalli yfir fráfalli Turner. 

Fatahönnuðurinn Giorgio Armani segir Tinu hafa virst eilífa, tónlist hennar sé það svo sannarlega. 

Þingmaður í Tennessee, Justin J. Pearson, lofar Tinu. 

Tónlistarmaðurinn Mick Jagger minnist hlýju og fyndnu vinkonu sinnar. 

Tinu er einnig minnst af rithöfundum og listamönnum All on the board.

Aðdáendur hafa þegar lagt blóm að Hollywood-stjörnu Turner.
Aðdáendur hafa þegar lagt blóm að Hollywood-stjörnu Turner. AFP/Patrick T. Fallon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir