Tina Turner látin

Tina Turner er látin.
Tina Turner er látin. AFP/Mark Mainz

Söngkonan Tina Turner er látin 83 ára að aldri. Turner lést eftir erfið veikindi á heimili sínu í Kusnacht í grennd við Zürich í Sviss. Turner vann til fjölda verðlauna á ferli sínum, þar af átta Grammy-verðlaun.

Umboðsmaður Turner greindi frá andláti hennar við AP-fréttastofuna í dag. Turner hafði glímt við mikil veikindi síðustu ár. Greindist hún með krabbamein árið 2016 og fór hún í nýrnaígræðslu árið 2017.

Turner var ein ástsælasta söngkona bandarísku þjóðarinnar. Á meðal hennar þekktustu laga eru Simply The Best, Proud Mary, Private Dancer og What's Love Got to Do With It.

Turner var fædd 26. nóvember árið 1939 í Tennessee í Bandaríkjunum og var skírnarnafn hennar Anna Mae Bullock. Ung vakti hún athygli fyrir einstaka sönghæfileika sína þegar hún söng í kirkjukórnum í heimabæ sínum. 

Tina Turner árið 1987.
Tina Turner árið 1987. AFP/Bertrand Guay

Ferill hennar hófst á sjötta áratugnum og var hún einn afkastamesti tónlistarmaður Bandaríkjanna. 

Hún giftist Ike Turner árið 1962 og skildi við hann árið 1978. Með honum átti hún tvo syni og ættleiddi syni hans tvo úr fyrra sambandi. Ól hún þá upp sem sína eigin.

Turner sagði opinskátt frá því að hún hefði skilið við Ike vegna ofbeldis en sagði hún hann hafa beitt sig ofbeldi á meðan hjónabandi þeirra stóð. 

Hún giftist síðar Erwin Bach.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson