Björn Ulveus og Benny Anderson segja að útilokað sé að ABBA komi saman fyrir Eurovision-keppnina sem haldin verður í Svíþjóð á næsta ári, jafnvel þótt 50 ár verði liðin frá sigri sveitarinnar í keppninni.
Kemur þetta fram í viðtali BBC við félagana, en áður hafði blaðamannafulltrúi neitað fyrir þeirra hönd. Eftir að Loreen sigraði Eurovision-keppnina fyrr í þessum mánuði spruttu upp háværar sögusagnir um að ABBA myndi koma saman í tilefni afmælisins.
Sveitin hefur oftar en einu sinni neitað að koma saman á ný en Andersson segir að svarið sé enn það sama. Hann vilji ekki koma aftur fram undir nafni ABBA og því muni það ekki gerast. Ulveus segir að vel sé hægt að fagna 50 ár afmæli sigursins án þess að sveitin stígi saman á svið.
Andersson og Ulveus þvertaka einnig fyrir það að þeir muni semja framlag Svía í keppninni á næsta ári.