Söngkonan Celine Dion hefur aflýsa öllum tónleikum sínum vegna veikinda sinna, en hún glímir við sjaldgæfu taugaröskunina Stiff Person Syndrome (SPS). Í desember síðastliðnum hafði hún aflýst öllum tónleikum sem áætlaðir voru sumarið 2023 og fært þá sem áætlaðir voru núna í vor aftur til ársins 2024.
Dion hefur nú hins vegar þurft að aflýsa öllum áætluðum tónleikum vegna veikindanna. Dion segist í Twitter-færslu sinni vera miður sín yfir að valda aðdáendum sínum vonbrigðum enn og aftur. Ætli hún sér þó ekki að gefast upp og segist hlakka til að sjá aðdáendur sína aftur.
I’m so sorry to disappoint all of you once again... and even though it breaks my heart, it’s best that we cancel everything until I’m really ready to be back on stage... I’m not giving up… and I can’t wait to see you again!” – Celine xx…
— Celine Dion (@celinedion) May 26, 2023
More info👉https://t.co/DHUch7W7OF pic.twitter.com/bgszxVd1za