Greiddi 70 milljónir í tryggingafé en rauf skilorð

Rapparinn Fetty Wap hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi …
Rapparinn Fetty Wap hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að skipulagðri sölu á eiturlyfjum. Skjáskot/Instagram

Bandaríski rapparinn William Junior Maxwell II, betur þekktur sem Fetty Wap, var á miðvikudag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að skipulagðri sölu og dreifingu á eiturlyfjum. 

Maxwell á ásamt fjórum öðrum að hafa flutt fíkniefni frá vesturströnd Bandaríkjanna til New York milli júní 2019 og júní 2020. Fíkniefnum á borð við heróín, kókaín, fentanyl og krakk var síðan dreift til eiturlyfjasala sem seldu efnin áfram víðs vegar um Long Island og New Jersey. 

Greiddi tryggingafé en braut skilorð

Rapparinn var handtekinn í október árið 2021 á Citi Field hafnaboltaleikvanginum í New York en þar átti hann að koma fram á tónlistarhátíðinni Rolling Loud. Honum var sleppt í nóvember gegn því að greiða tryggingafé að upphæð 70 milljónir íslenskra króna en var þó handtekinn á ný í ágúst 2022 þegar hann rauf skilorð.

Fjórir aðrir voru ákærðir vegna málsins, Anthony Leonardi, 49 ára, Robert Leonardi, 28 ára, Brian Sullivan, 27 ára og Kavaughn Wiggins, 28 ára og bíða þeir dóms. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar