Segir American Idol hafa verið upphafið að hnignun samfélagsins

Whoopi Goldberg er ekki hrifin af raunveruleikaþáttum.
Whoopi Goldberg er ekki hrifin af raunveruleikaþáttum. AFP

Leikkonan Whoopi Goldberg fer ekki fögrum orðum um raunveruleikaþáttinn American Idol. Telur hún sjónvarpssöngkeppnina vera upphafið að hnignun samfélagsins, því hann hvetji fólk til að dæma aðra.

Goldberg kom með þessar yfirlýsingar í spjallþættinum The View, en hún er einn af meðstjórnendum hans. Lýsir hún því að sem samfélag elskum við að horfa á þætti sem snúast um það að dæma fólk og með því sé samfélagið á barmi hnignunar. Goldberg áréttar þó að hún sé að tala um American Idol á meðan þátturinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Fox, á árunum 2002 og 2016.

Goldberg hefur ekki heldur miklar mætur á öðrum raunveruleikaþáttum. Segir hún þáttaraðir eins og Real Housewives, sem teknar eru upp í mismunandi borgum í Bandaríkjunum, í raun afbökun á raunveruleikanum sem láti fólki líða eins og það sé að gera eitthvað rangt í lífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir