Leikarinn Arnold Schwarzenegger segist vera tilbúinn til þess að taka að sér hlutverk í Marvel-mynd. Það mætti þó ekki vera hvaða hlutverk sem er.
Scwarzenegger gefur þetta til kynna í nýlegu viðtali við Men's Health en þekktustu hlutverk hans eru í hasarmyndum. Ef rétta hlutverkið kæmi upp í hendurnar á honum yrði hann ekki sá fyrsti úr fjölskyldu sinni til að taka þátt í Marvel-kvikmyndaheiminum. Tengdasonur hans er Chris Pratt sem leikur Starlord í kvikmyndaröðinni Guardians of the Galaxy, ásamt því að koma fram í öðrum myndum innan Marvel-heimsins.
Hrósaði Schwarzenegger einmitt tengdasyninum fyrir hlutverk sitt í nýjustu myndinni um verndara vetrarbrautarinnar í nýlegri Twitter-færslu sinni.
I saw #GuardiansOfTheGalaxyVol3 last night and WOW. @prattprattpratt, you crushed it. A non-stop, perfect mix of comedy and action. I loved it and I’m very, very proud of you.
— Arnold (@Schwarzenegger) April 28, 2023