Útilokar ekki að leika í Marvel-mynd

Arnold Schwarzenegger tæki sig vel út í Marvel-mynd.
Arnold Schwarzenegger tæki sig vel út í Marvel-mynd. AFP/Michael Tran

Leikarinn Arnold Schwarzenegger segist vera tilbúinn til þess að taka að sér hlutverk í Marvel-mynd. Það mætti þó ekki vera hvaða hlutverk sem er.

Scwarzenegger gefur þetta til kynna í nýlegu viðtali við Men's Health en þekktustu hlutverk hans eru í hasarmyndum. Ef rétta hlutverkið kæmi upp í hendurnar á honum yrði hann ekki sá fyrsti úr fjölskyldu sinni til að taka þátt í Marvel-kvikmyndaheiminum. Tengdasonur hans er Chris Pratt sem leikur Starlord í kvikmyndaröðinni Guardians of the Galaxy, ásamt því að koma fram í öðrum myndum innan Marvel-heimsins.

Hrósaði Schwarzenegger einmitt tengdasyninum fyrir hlutverk sitt í nýjustu myndinni um verndara vetrarbrautarinnar í nýlegri Twitter-færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar