Hefur áhyggjur af framtíðinni

Alec og Hilaria Baldwin styðja hvort annað í gegnum erfiða …
Alec og Hilaria Baldwin styðja hvort annað í gegnum erfiða tíma. AFP

Alec Baldvin er enn að takast á við lífið eftir að hann skaut óvart konu til bana á tökustað. Í umfjöllun The Times kemur fram að hann sé nú að horfast í augu við þá staðreynd að hans verði ávallt minnst fyrir það að hafa drepið aðra manneskju.

Baldwin er enn að reyna að klára myndina Rust og vonast er til að nógu margir horfi á myndina, en ágóðinn mun renna til barns fórnarlambsins.

Baldwin segir að Hilaria eiginkona sín hafi tekið við stjórnartaumunum og að hann hefði ekki lifað þennan erfiða tíma af án hennar. 

Fjárhagsáhyggjur og lítið að gera

Áður fékk Baldwin greiddar háar upphæðir fyrir hlutverk í kvikmyndum, en hefur lítið unnið síðustu árin fyrir utan nokkur minniháttar hlutverk hér og þar. Það hefur sett strik í fjárhagsstöðu fjölskyldunnar og fátt fram undan hjá leikaranum. Þau hjónin eru vön ákveðnum lífsgæðum í New York og eiga sjö börn. Þau hafa því þurft að minnka við sig, þau seldu heimilið sitt í Hamptons fyrir 20 milljónir dollara og keyptu í staðinn sveitabýli í Vermont fyrir tæpar 2 milljónir dollara.

Þá er kostnaðurinn við barnfóstrur og einkaskóla mikill og mun fara vaxandi á komandi árum eftir því sem börnin eldast. 

Alec Baldwin við tökur á kvikmyndinni Rust, sem kemur út …
Alec Baldwin við tökur á kvikmyndinni Rust, sem kemur út þrátt fyrir banaslys á tökustað. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir