Tina Turner fyrirgaf Ike

(FILES) US singer Tina Turner performs on July 9, 1987 …
(FILES) US singer Tina Turner performs on July 9, 1987 in Annecy, during the concert of her new tour, the first one in six years. Rock legend Tina Turner, the growling songstress who electrified audiences from the 1960s and went on to release hit records across five decades, has died at the age of 83, a statement announced on May 24, 2023. "It is with great sadness that we announce the passing of Tina Turner," read the statement on the official Instagram page of the eight-time Grammy winner. (Photo by Pierre BESSARD / AFP) Merking: AFP AFP

Rokkgyðjan Tina Turner sem lést á dögunum, 83 ára gömul, glímdi við ýmsa erfiðleika. Hún sagðist á tímabili hafa hatað sjálfa sig og fyrst orðið hamingjusöm þegar hún skildi og fór að stjórna lífi sínu.

Fyrri eiginmaður hennar, Ike Turner, var ofbeldismaður. Eitt sinn skvetti hann sjóðheitu kaffi í andlit hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut þriðja stigs brunasár, hann kjálkabraut hana og veitti henni svo mörg kjaftshögg að blóð seytlaði niður háls hennar þegar hún söng.

Hann hélt ítrekað framhjá henni. Hún varð svo vansæl að hún reyndi að fyrirfara sér. Ofbeldið og vansældin varð til þess að hún fékk martraðir næstu áratugina. Hún yfirgaf Ike loks og sagði: „Þegar ég fór óttaðist ég ekki að hann myndi drepa mig því ég var þegar dáin.”

Seinna á ævinni fyrirgaf hún honum og sagði: „Það er sársaukafullt að rifja upp þessa tíma, en á ákveðnum tímapunkti er það fyrirgefningin sem er sterkust – að fyrirgefa þýðir að sleppa. Ef maður fyrirgefur ekki þá þjáist maður vegna þess að maður hugsar um hlutina aftur og aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar