Smári og Logi hrepptu Einarinn

Smári Gunnarsson, Stephanie Thorpe og Logi Sigursveinsson með Einarinn.
Smári Gunnarsson, Stephanie Thorpe og Logi Sigursveinsson með Einarinn. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Heimildarmyndin Heimaleikurinn hlaut í gær verðlaunin Einarinn sem veitt voru við hátíðlega athöfn á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði. Síðasti dagur heimildamyndahátíðarinnar var í gær.

Leikstjórar myndarinnar eru Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru Stephanie Thorpe, Elfar Aðalsteins, Heather Millard og Freyja Kristinsdóttir. 

Heimaleikurinn er gamansöm íþróttaheimildamynd um tilraun manns til að uppfylla draum föður síns; að safna í lið heimamanna til að spila langþráða vígsluleika á fótboltavelli sem faðirinn lét byggja á Hellissandi 25 árum áður. 

Dómnefndina skipuðu Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi og meðeigandi Joni MotionPictures, Jón Bjarki Magnússon heimildagerðarmaður og Margrét Bjarnadóttir fjöllistakona, 

Heimildarmyndin Skuld hlaut hvatningarverðlaun.
Heimildarmyndin Skuld hlaut hvatningarverðlaun. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Hvatningarverðlaun hátíðarinnar hlaut heimildarmyndin Skuld sem Rut Sigurðardóttir leikstýrði og framleiddi. Dómnefndarverðlaun hlaut Soviet Barbara sem fjallar um myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson og opnun hans á nýju listasafni í Moskvu í Rússlandi. Gaukur Úlfsson leikstýrði. Framleiddi hann einnig myndina ásamt Guðrúnu Olsen, Guðna Tómassyni, Frey Árnasyni og Kristínu Ólafsdóttur. 

Soviet Barbara hlaut dómnefndarverðlaun.
Soviet Barbara hlaut dómnefndarverðlaun. mbl.is/Guðlaugur Albertsson
Jóhanna Rakel varð limbómeistari hátíðarinnar í ár.
Jóhanna Rakel varð limbómeistari hátíðarinnar í ár. mbl.is/Guðlaugur Albertsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar