Leikarinn Benedict Cumberbatch óttaðist um líf sitt og fjölskyldu sinnar þegar karlmaður réðst inn á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. Maðurinn sparkaði upp framhliðinu að garði eignar þeirra í norðurhluta Lundúna og hótaði að kveikja í húsi fjölskyldunnar.
Samkvæmt heimildarmanni Daily Mail varð fjölskyldan skelfingu lostin og hafa Cumberbatch og kona hans, Sophie Hunter, upplifað svefnlausar nætur frá því að innbrotið var framið.
Innbrotsmaðurinn er kokkur að nafni Jack Bissel, sem áður vann á fimm stjörnu hótelinu Beaumont. Flúði Bissel vettvang en eftir að lögregla handtók hann seinna eftir að hafa fundið DNA-sýni hans á kallkerfi sem hann hafði rifið niður. Bissel hefur ekki sagt til um ástæður innbrotsins og bauð enga vörn fyrir dómi.