Söngvarinn Michael Bublé fékk loksins Grammy-verðlaunagripinn sinn sem hann vann fyrir þremur mánuðum. Bublé býr í Kanada og fékk gripinn, sem hann vann í febrúar síðastliðnum, sendan í pósti. Grínast hann með það hafi tekið svona langan tíma fyrir gripinn að komast í hans hendur því millilandapóstflutningar taki svo langan tíma.
Kemur þetta fram í Instagram-færslu hans frá því fyrr í þessari viku. Í færslunni þakkar hann sínum nánustu fyrir stuðninginn og samstarfsfélögum sínum fyrir að skapa tónlist með sér.