Trúlofaðir í annað sinn

Leikaraparið Ben Platt og Noah Egidi Galvin trúlofuðu sig í …
Leikaraparið Ben Platt og Noah Egidi Galvin trúlofuðu sig í annað sinn um helgina. Samsett mynd

Broadway-leikarinn Ben Platt er trúlofaður Noah Egidi Galvin sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum The Good Doctor.

Platt skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hann lék titilhlutverkið í söngleiknum Dear Evan Hansen og kynntist parið þegar Galvin var fenginn til þess að taka við hlutverkinu af Platt. 

Þetta er önnur trúlofun parsins en Platt bað Galvin í nóvember á síðasta ári og birti í kjölfarið fallega færslu á Instagram og skrifaði: „Hann hefur samþykkt að hanga saman að eilífu.“

Í þetta sinn var komið að Galvin að biðja Platt og hafa þeir nú báðir sett upp hringa og deildi Platt gleðifréttunum enn á ný á Instagram og sagði "Hann bað mín til baka, ég sagði, já.“

View this post on Instagram

A post shared by Ben Platt (@bensplatt)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir