Jeremy Renner á góðum batavegi

Jeremy Renner.
Jeremy Renner. AFP

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner sem slasaðist lífshættulega í byrjun árs þegar snjómokstursbíll fór yfir fótlegg hans virðist allur vera að koma til og að ná sínu fyrra formi. Hawkeye–leikarinn eyddi Memorial Day–helginni ásamt tíu ára gamalli dóttur sinni og fjölskyldu við Lake Tahoe. 

Á síðastliðin laugardag birti leikarinn myndband á Instagram sem sýndi hann keyra niður hlykkjóttan veg með útsýni yfir Lake Tahoe. Hann birti einnig tvær myndir frá helginni, önnur sýndi sæþotur við bryggjuna en á hinni sást Renner á róðrarbretti ásamt Övu, dóttur sinni. Leikarinn skrifaði við færsluna: „Heima.“ 

Lake Tahoe er staðsett á landamærum Kaliforníu og Nevada en heimili leikarans, þar sem snjóruðningsslysið átti sér stað á nýársdag er í Washoe–sýslu í Nevada og Renner því á heimaslóðum.

Á réttri leið

Meira en fjórir mánuðir eru frá því að Renner braut yfir 30 bein og undirgekkst í kjölfarið nokkrar skurðaðgerðir. Snjóruðningstæki í hans eigu fór yfir fótlegg leikarans þegar hann var að aðstoða frænda sinn við að losa ökutæki sem festist í snjónum. 

Allt virðist þó vera á réttri leið en hinn 5. maí birti Renner myndband af sér á æfingu og hefur hann sömuleiðis verið duglegur að birta bæði myndir og myndbönd af sér víðs vegar um Nevada. 

Leikarinn hefur ekki tilkynnt um nein framtíðarhlutverk en hann mætti á rauða dregilinn í síðasta mánuði í Los Angeles þegar raunveruleikaþáttaröðin Rennervations, var frumsýnd.

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir