Lofar að gefa allt upp í nýju hlaðvarpi

Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, er komin með sitt eigið …
Sarah Ferguson, hertogaynjan af York, er komin með sitt eigið hlaðvarp. AFP

Sarah Ferguson hertogaynja af York lofar því að halda ekki aftur af sér og segja frá öllu í nýju hlaðvarpi sínu. Ekkert viðfangsefni sé henni óviðkomið og mun hún og meðstjórnandi hennar tala um allt á milli himins og jarðar.

Þetta kemur fram í færslu á Instagram-reikningi Ferguson, þar sem hún kynnir þetta nýja hlaðvarp sitt sem hún stjórnar ásamt vinkonu sinni Söruh Jane Thompson. Thompson er frumkvöðull og stofnandi barnafréttaveitunnar First News.

Í kynningartexta fyrir hlaðvarpið kemur fram að þær tvær muni í hverri viku ræða heitustu viðfangsefni vikunnar með tebolla við höndina og deila hugsunum sínum um hin ýmsu hversdagsmál. Hlaðvarpið verður ekki fyrsta miðlunarverkefni Ferguson, en hún hefur nú þegar gefið út bækur og framleitt kvikmyndir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka