Minnast Prins Póló og hita upp fyrir áhrifavaldana

Berglind Häsler og félagar í Skakkamanage.
Berglind Häsler og félagar í Skakkamanage. Samsett mynd

Hljómsveitin Skakkamanage mun hita upp fyrir bandarísku hljómsveitina Pavement þann 27. júlí næstkomandi. Samkvæmt hljómsveitarmeðlimum hefur Pavement veitt sveitinni mikinn innblástur í gegnum tíðina og er það þeim því mikill heiður að fá að vera með á þessum spennandi tónleikum.

Hljómsveitin Skakkamanage kom saman eftir áralangt hlé og spilaði á Hátíð hirðarinnar: Afmælistónleikum Prins Póló í Gamla bíó, 26. og 27. apríl síðastliðinn. Viðtökurnar í Gamla bíó fóru fram úr björtustu vonum og fór svo að sveitinni var boðið að hita upp fyrir Pavement í Eldborg. 

Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) var forsprakki hljómsveitarinnar þegar hún var starfandi, ásamt eiginkonu sinni Berglindi Häsler og Þormóði Dagssyni. Seinna bættist Örn Ingi Ágústsson við tríóið. Skakkamanage voru ansi iðin á árunum 2004-2014, spilaði mikið bæði hér heima og erlendis og gáfu út þrjár breiðskífur, eina smáskífu og eina litla jólaplötu. Hljómsveitin er nú skipuð þeim Berglindi, Þormóði, Erni, Örvari og Birni. 

Miða á tónleikana er hægt að kaupa á tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar