Rokkgoðsögnin Bruce Springsteen hrasaði beint á andlitið á tónleikum sínum sem haldnir voru í Amsterdam síðastliðna helgi. Betur fór en á horfðist og varð honum ekki meint af fallinu.
Hljómsveitarmeðlimir og sviðsmenn stukku til um leið og hann féll og voru snöggir að aðstoða hinn 73 ára gamla Springsteen aftur á lappir. Klöppuðu áhorfendur fyrir rokkaranum, sem gerði góðlátlegt grín að fallinu og bauð þeim góða nótt þegar hann fékk hljóðnemann sinn aftur í hendurnar. Hann var þó langt því frá búinn að ljúka sér af og hélt tónleikunum ótrauður áfram.
Thank goodness nothing happened to Bruce Springsteen when he fell on stage last night🇳🇱 - May 27, 2023#brucespringsteen #Springsteen pic.twitter.com/VqIf0gbuhk
— HellesBruceCorner (@JustMyBSCorner) May 28, 2023