Nemendur „brutust“ inn á heimili skólastýrunnar

Nemendum St. Andrew framhaldsskólans tókst að hrekkja skólastýruna, Joy McGrath.
Nemendum St. Andrew framhaldsskólans tókst að hrekkja skólastýruna, Joy McGrath. Samsett mynd

Það er vart til vinsælli hrekkur en sá að bregða fólki og hann klikkar sjaldan. Útskriftarnemendum St. Andrews framhaldsskólans í Delaware tókst heldur betur að bregða skólastýrunni, Joy McGrath.

Hópur nemenda laumaði sér inn í hús McGrath um miðja nótt, fann sér svefnstað á fyrstu hæð heimilisins og fór að hátta. Skólastýrunni brá ansi mikið þegar hún kom niður um morguninn klædd í baðslopp og Crocs-skó. Hrekkurinn náðist á myndband og hefur glatt marga á bæði Instagram og TikTok og er með vel yfir 30 milljónir áhorfa. 

„Góðan daginn, litlu kanínur“

Í fyrstu verður McGrath svo um að hún lokar hurðinni og hörfar en heyrir brátt hláturinn í nemendunum og kíkir því fram, brosir og segir: „Góðan daginn, litlu kanínur. Þið eruð öll í hinum heimsins mestu vandræðum.“

Skólastýrunni brá enn frekar þegar hún komst að því að útskriftarhópurinn var búinn að vera í húsinu í heilar fimm klukkustundir en það besta við hrekkinn er hversu vel McGrath tók í hugmynd nemenda sinna. „Þetta hlýtur að vera fegursta sjón sem ég hef séð,“ endar hún á að segja við hópinn. 

Ánægja í athugasemdakerfinu

Netverjar eru heldur betur ánægðir með hrekkinn en jákvæð viðbrögð McGrath hafa vakið hvað mesta athygli. „Svona veistu að kennari hafði jákvæð áhrif á nemendur sína. Ég elska þetta,“ sagði einn á Instagram. „Þetta er sá kennari sem þau munu öll tala um eftir 40 ár. Skál fyrir henni!“ sagði annar. 

Hins vegar voru ekki alveg allir svona jákvæðir með uppátækið: „Þau eru bókstaflega að brjótast inn, það er hrekkur, það er glæpur,“ skrifaði netverji sem sá ekki húmorinn í hrekknum. Nemendurinn gerðust þó ekki sekir um innbrot þar sem eiginmaður skólastýrunnar er sagður hafa átt þátt í því að skipuleggja hrekkinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar