Rapparinn Megan Thee Stallion ætlar að taka sér frí frá tónlistinni í einhvern tíma. Í stað þess að skapa meiri tónlist segist hún ætla frekar að eyða orkunni sinni í að eyða minni orku.
Í viðtali við InStyle segir Stallion að aðdáendur hennar megi eiga von á nýrri tónlist frá henni þegar hún kemst á betri stað. Eins og er einbeiti hún sér að því ná betri heilsu og segist gera það til að koma í veg fyrir kulnun í starfi.
Stallion eyddi meirihluta síðasta árs í lagadeilum við rapparann Tory Lanez, sem í desember síðastliðnum var fundinn sekur um að skjóta hana í báða fæturna. Á hann yfir höfði sér allt að 22 ára fangelsisvist.