Veðurguðirnir passa upp á Sumarjazzinn

Það verður stuð á Jómfrúnni í dag.
Það verður stuð á Jómfrúnni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er allt klárt fyrir fyrstu tónleikana og fram undan er fjölbreytt sumar,“ segir Sigurður Flosason, listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Sumarjazz á veitingastaðnum Jómfrúnni við Lækjargötu.

Fyrstu tónleikar sumarsins fara fram í dag klukkan 15 og þar mun Sveifluvaktin renna í gömlu góðu svingstandardana. Sigurður leikur sjálfur á saxófón en með honum eru Snorri Sigurðarson á trompet, Kjartan Valdemarsson á píanó, Nico Moreaux á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.

Þetta er 28. sumarið í röð sem djassinn dunar á Jómfrúartorginu á laugardögum og hefur Sigurður séð um skipulagningu frá upphafi, ef fyrsta árið er undanskilið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar