Síðastliðna helgi hlotnaðist Akureyringnum Brynjari Gauta Jóhannssyni sá heiður að vera hundraðþúsundasti gesturinn á leiksýningunni Níu lífum í Borgarleikhúsinu. Söngleikurinn Níu líf var frumsýndur í febrúar 2020 og hefur því verið í sýningu í rúm þrjú ár.
Að þessu tilefni var Brynjar kallaður upp á svið, þar sem hann fékk afhentan glaðning frá leikhópnum.