Vilhjálmur prins af Wales og Katrín prinsessa af Wales voru viðstödd konunglegt brúðkaup í Amman, Jórdaníu.
Hussein bin Abdullah II., krónprins Jórdaníu, kvæntist unnustu sinni Rajwu Khaled Alseif á dögunum.
Brúðkaupið var hið glæsilegasta og klæddist brúðurin kjól frá Elie Saab og skipti yfir í kjól frá Dolce & Gabbana þegar leið á kvöldið og veisluhöld hófust.
Krónprinsinn, sem er 28 ára, er sagður afar góður vinur Vilhjálms Bretaprins og voru hann og Katrín prinsessa á meðal gesta. Þá var Beatrice prinsessa einnig þar ásamt manni sínum Edoardo Mozzi en hún er einnig náin vinkona konungsfjölskyldunnar í Jórdaníu.
Meðal gesta voru einnig Friðrik krónprins Danmerkur og Mary prinsessa, Willem-Alexander Hollandskonungur og Maxima drottning.