Vilhjálmur og Katrín viðstödd brúðkaup í Jórdaníu

Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur prins af Wales voru …
Katrín prinsessa af Wales og Vilhjálmur prins af Wales voru viðstödd konunglegt brúðkaup í Jórdaníu. AFP

Vilhjálmur prins af Wales og Katrín prinsessa af Wales voru viðstödd konunglegt brúðkaup í Amman, Jórdaníu. 

Hus­sein bin Abdullah II., krón­prins Jórdan­íu, kvænt­ist unn­ustu sinni Rajwu Khaled Al­seif á dögunum. 

Brúðkaupið var hið glæsilegasta og klæddist brúðurin kjól frá Elie Saab og skipti yfir í kjól frá Dolce & Gabbana þegar leið á kvöldið og veisluhöld hófust.

Krón­prins­inn, sem er 28 ára, er sagður afar góður vin­ur Vil­hjálms Bretaprins og voru hann og Katrín prinsessa á meðal gesta. Þá var Beatrice prinsessa einnig þar ásamt manni sínum Edoardo Mozzi en hún er einnig náin vinkona konungsfjölskyldunnar í Jórdaníu.

Meðal gesta voru einnig Friðrik krónprins Danmerkur og Mary prinsessa, Willem-Alexander Hollandskonungur og Maxima drottning.

Brúðurin var í kjól frá Elie Saab.
Brúðurin var í kjól frá Elie Saab. AFP
Katrín skipti yfir í gullfallegan kjól frá Jenny Packham fyrir …
Katrín skipti yfir í gullfallegan kjól frá Jenny Packham fyrir veisluna og bar kórónuna Lovers Knot. AFP
Beatrice og Edoardo Mapelli Mozzi voru glæsileg í brúðkaupinu.
Beatrice og Edoardo Mapelli Mozzi voru glæsileg í brúðkaupinu. AFP
Hussein krónprins og Rajwa al-Seif að athöfn lokinni.
Hussein krónprins og Rajwa al-Seif að athöfn lokinni. AFP
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti ásamt eiginmanni sínum.
Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti ásamt eiginmanni sínum. AFP
Jórdanísku kóngahjónin voru glæsileg.
Jórdanísku kóngahjónin voru glæsileg. AFP
Ranía drottning ásamt brúðurinni.
Ranía drottning ásamt brúðurinni. AFP
Willem Alexander konungur Hollands og Maxíma drottning.
Willem Alexander konungur Hollands og Maxíma drottning. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar