Fjórða konan stígur fram vegna Tate

Andrew Tate á leið í dómsal fyrr í þessum mánuði …
Andrew Tate á leið í dómsal fyrr í þessum mánuði þar sem hann freisti þess að fá úrskurði um gæsluvarðhald hnekkt. AFP

Nú hefur fjórða breska konan stigið fram og sakað Andrew Tate um gróft kynferðisofbeldi. Tate var handtekinn í Rúmeníu í desember síðastliðnum ásamt bróður sínum Tristan Tate vegna gruns um kynferðisbrot og mansal. Bræðurnir eru nú í stofufangelsi í Rúmeníu. 

Konan, sem var tvítugur háskólanemi þegar meint atvik átti sér stað árið 2014, segist hafa hitt Tate úti á lífinu í heimabæ hans, Luton í Bedfordshire. Hún er fjórða konan sem stígur fram, en allar segjast þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Tate á árunum 2013 til 2016 þegar hann var búsettur í Bretlandi. 

Segir kynlífið fljótt hafa orðið ofbeldisfullt

Fram kemur á vef BBC að konan segi að þau hafi í fyrstu stundað kynlíf með samþykki en það hafi fljótt orðið ofbeldisfullt. Þá segir hún Tate hafa tekið hana hálstaki og kyrkt hana þar til hún varð meðvitundarlaus, en þegar hún hafi vaknað hafi hann enn verið að stunda kynlíf með henni, sem hún hafi ekki samþykkt. 

Konan segir Tate einnig hafa hótað henni ofbeldi, þar á meðal hafi hann hótað að drepa hana. „Hann sagði í sífellu: „Ég á þig, þú tilheyrir mér.“ Alla nóttina var hann frekar árásargjarn og sagði hræðilega hluti,“ sagði konan.

Tate hefur neitað ásökununum, en talsmaður hans segir að allar kynferðislegar athafnir sem Tate hafi tekið þátt í hefðu verið með samþykki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ekki til stórræðanna fyrri part dags en munt bæta það upp seinnipartinn. Farðu hægt í sakirnar, snöggar breytingar endast styttra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir