Susan Boyle fékk heilablóðfall

Susan Boyle ásamt Amöndu Holden, dómara í Britain's Got Talent.
Susan Boyle ásamt Amöndu Holden, dómara í Britain's Got Talent. Samsett mynd

Skoska söngkonan Susan Boyle sem heillaði heiminn árið 2009 með flutningi sínum á laginu I Dreamed a Dream segist vera á góðum batavegi eftir að hafa fengið vægt heilablóðfall í apríl á síðasta ári. 

Söngkonan steig á svið í úrslitaþætti hæfileikakeppninnar Britain's Got Talent á sunnudagskvöldið og flutti lagið er gerði hana heimsþekkta þegar hún var sjálf þátttakandi í keppninni fyrir 14 árum síðan.

Einstök stund

Boyle flutti lagið ásamt leikurum úr West End sýningunni Les Misérables. Í kjölfar flutningsins sagði Boyle áhorfendum frá veikindum sínum en hún hefur átt í erfiðleikum með bæði tal og söng. „Þetta er sérstök stund fyrir mig vegna þess að í apríl í fyrra hlaut ég minniháttar heilablóðfall. Ég þurfti að berjast til þess að komast aftur á sviðið,“ sagði Boyle. „Og ég gerði það.“

Söngkonan ræddi enn frekar um frammistöðu sína og veikindi á Instagram. „Þetta kvöld var algjörlega einstakt fyrir mig. Í heilt ár hef ég lagt hart að mér í þeirri von um að öðlast söngröddina aftur og í kvöld fékk ég að upplifa afrakstur þrautseigjunnar og vinnuseminnar,“ skrifaði Boyle.

Fylgjendur söngkonunnar voru fljótir til og sendu söngkonunni skilaboð yfirfull af ást og stuðningi. „Þú ert elskuð af svo mörgum, kæra Susan. Gaman að heyra að þú sért öll að koma til. Vertu sterk og haltu áfram að finna ástina sem umvefur þig,“ skrifaði einn. „Svo fegin að heyra að þú hafir fundið styrkinn og röddina á ný. Farðu vel með þig,“ sagði annar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar