Hefur þú séð rödd Love Island-þáttanna?

Skjáskot/Instagram

Margir kannast eflaust við rödd grínistans Ian Stirling, en hann talar inn á hina geysivinsælu raunveruleikaþætti Love Island. Færri hafa hins vegar séð hvernig hann lítur út og enn færri hafa pælt í því hvar eða hvernig vinna hans fer fram.

Þættirnir vinsælu eru teknir upp á sólríku eyjunni Majorka í Miðjarðarhafinu, en þeir hófu göngu sína í júní 2015 og síðan þá hafa níu þáttaraðir komið út.

Á dögunum gaf Stirling aðdáendum þáttanna innsýn í líf sitt bak við tjöldin. Margir voru agndofa þegar þeir komust að því að hann væri ekki staddur í sólinni á Majorka eins og eyjaskeggjarnir heldur væri að vinna heima hjá sér í litlu herbergi í Lundúnum. 

Iain Stirling er rödd Love Island þáttanna.
Iain Stirling er rödd Love Island þáttanna. Skjáskot/Instagram

Aðdáendur hissa á vinnuaðstöðunni

Stirling byrjar daginn á því að fara í ræktina með eiginkonu sinni, Lauru Whitmore, en eftir það gæða þau sér á góðum hádegisverði. Að því loknu var ferð hans heitið inn í litla stúdíóið þar sem hann er með risastóra tölvu og alls kyns búnað.

Aðdáendum þótti mörgum hverjum ótrúlegt að hann skyldi ekki taka þættina upp á ástareyjunni fögru. „Ertu þá ekki á Majorka á þessu tímabili?“ spurði einn á meðan annar sagði: „Þú færð ekki einu sinni að gera þetta allt í sólskini!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan