Heitasta parið hætt saman aftur

Shawn Mendes og Camila Cabello eru hætt saman.
Shawn Mendes og Camila Cabello eru hætt saman. AFP

Poppstjörnurnar Shawn Mendes og söngkonan Camila Cabello eru hætt saman í annað sinn, en í þetta skiptið entist sambandið aðeins í sex vikur. Mendes og Cabello þóttu á sínum tíma eitt heitasta par Hollywood, en þau voru saman frá 2019 til 2021.

Í apríl síðastliðnum bárust fregnir um að Mendes og Cabello hefðu endurvakið rómantíkina þegar þau sáust deila sjóðheitum kossi á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníu. Síðan þá hafa þau sést í faðmlögum hér og þar, til dæmis á Taylor Swift-tónleikum í New Jersey og á götum New York-borgar. 

„Þetta var bara stutt samband og þau hafa bundið enda á það núna. Þau áttuðu sig á því að það voru líklega mistök að gefa sambandinu annað tækifæri. Það var ástæða fyrir fyrri sambandsslitunum eftir allt saman,“ sagði heimildamaður The Sun um sambandsslitin.

„Í raun og veru vita þau bæði að þau eru ekki rétt hvort fyrir annað og vilja núna bara halda áfram,“ bætti heimildarmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup