Afmælisveisla með óhefðbundnu þema

Það myndaðist heldur betur góð stemning í afmælisveislunni.
Það myndaðist heldur betur góð stemning í afmælisveislunni. Samsett mynd

Grínistinn Amy Schumer fagnaði á dögunum afmæli sínu, en hún varð 42 ára hinn 1. júní síðastliðinn. Afmælinu var fagnað með afslappandi og öðruvísi þema, en allir mættu og glöddust með Schumer í stuttermabolum með heldur illþolandi skilaboðum á (e. The annoying t-shirt party).

Grínistinn birti skemmtilega myndaseríu á Instagram úr partíinu en þar sjást gestir rýna í skilaboðin, spjalla saman, spila kubb og fá sér aðeins í aðra tána. Á meðal þeirra sem mættu og fögnuðu Schumer voru Jerry Seinfeld, Mark Ruffalo, Wanda Sykes, Michael Rapaport og Chris Rock. 

Nýtt uppstand Schumer, Emergency Contact, verður frumsýnt á Netflix hinn 13. júní næstkomandi. 

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar