Meghan að undirbúa endurkomu

Meghan gæti grætt vel á samfélagsmiðlum.
Meghan gæti grætt vel á samfélagsmiðlum. AFP

Fjölmargir sérfræðingar telja að Meghan hertogynja af Sussex sé að undirbúa endurkomu lífsstílsvefsíðunnar Tig en hún stofnaði hana árið 2014 þegar hún var leikkona í þáttunum Suits. 

Yrði best launaði áhrifavaldurinn

„Ég sé fyrir mér að hún myndi geta fengið um 200-300 þúsund pund fyrir hverja færslu. Það er engin föst upphæð fyrir svona hluti en fyrirtæki hafa fjármuni til þess að verja miklum peningum í svona lagað. Hún yrði einn best launaði áhrifavaldurinn í heiminum,“ segir Alison Bringé hjá Launchmetrics í umfjöllum The Times.

Almennt er talið að hún muni feta í fótspor stjarna á borð við Gwyneth Paltrow og Juliu Roberts. Hún er talin líkleg til þess að skuldbinda sig ákveðnu merki til langs tíma og sagt er að hún og Harry séu nú þegar búin að skrá sig hjá umboðsskrifsstofu til þess að sjá um samningana.

„Þetta er eins og villta vestrið“

„Umboðsmenn biðja um allt frá 50 þúsundum punda til 200 þúsunda punda fyrir eina færslu þar sem ákveðið vörumerki er nefnt. Þetta er eins og villta vestrið og fólk bara býr til verðmiða. En ef manneskjan er þess virði þá borga fyrirtækin uppsett verð.“

„Ef við skoðum það þegar hún fór í fjallgöngu um daginn þegar krýningin var þá klæddist hún J Crew jakka, var með sólgleraugu frá Victoriu Beckham og Cartier úr og armband frá Bentley & Skinner. Síðan þá er jakkinn uppseldur auk þess sem vinsældir skartgripamerkisins jukust um 100% í vikunni á eftir. Menn telja að myndirnar hafi verið teknar til þess að sýna svart á hvítu hvernig Meghan gæti unnið með fyrirtækjum í framtíðinni.“

Finnst það þekkja hana

„Augu allra beinast að henni. Það skiptir litlu máli hvort hún sé að fá neikvæða eða jákvæða umfjöllun. Hún er sýnileg og það er í sjálfu sér mjög verðmætt. Þegar hún klæðist kjól frá Stellu McCartney þá er hún að raka inn þremur milljónum dollara fyrir merkið. Fólk hefur fylgst með raunum hennar lengi og finnst það þekkja hana,“ segir Bringé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar