Nýja kærasta Murray 29 árum yngri

Bill Murray er kominn með nýja kærustu.
Bill Murray er kominn með nýja kærustu. AFP

Leikarinn Bill Murray og söngkonan Kelis eru sögð vera nýjasta parið í Hollywood. Murray er 72 ára gamall á meðan Kelis er 43 ára og því 29 ára aldursmunur á parinu.

Orðrómur um samband Murray og Kelis fór á flug eftir að leikarinn sást á tónleikum hennar í Lundúnum síðastliðna helgi. Þá hefur hann einnig sést styðja hana á nokkrum öðrum tónleikum að því er fram kemur á US Sun

Heimildarmenn segja parið hafa orðið náið á síðustu misserum eftir fyrstu kynni þeirra í Bandaríkjunum, en þau hafa einnig sést saman á hótelum. „Þau hittust í Bandaríkjunum sem kom af stað orðrómi innan bransans og hittust nú í Lundúnum á meðan þau voru bæði þar. Þau hafa greinilega náð vel saman,“ sagði einn heimildamannanna.

Leikarinn er líklega hve þekktastur fyrir að fara með hlutverk í kvikmyndum á borð við Ghostbusters, Groundhog Day og Rushmore á meðan Kelis gerði garðinn frægan með laginu Milkshake. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar