Var bara með karlmönnum til að eignast börn

Jenna Jameson ásamt eiginkonu sinni, Jessi Lawless.
Jenna Jameson ásamt eiginkonu sinni, Jessi Lawless. Samsett mynd

Fyrrverandi klámmyndaleikkonan Jenna Jameson og eiginkona hennar, Jessi Lawless, giftu sig hinn 23. maí síðastliðinn í Las Vegas. Árið 2004 sagði Jameson frá því opinberlega að hún væri tvíkynhneigð, en hún segist einungis hafa verið með karlmönnum til að eignast börn. 

Jameson og Lawless kynntust í gegnum TikTok á síðasta ári en byrjuðu ekki saman fyrr en í janúar síðastliðnum.

„Ég fann manneskjuna sem ég hefði eiginlega alltaf átt að vera með. Ég reyni að fara yfir það í huganum hvers vegna ég hafi nokkurn tímann verið í sambandi eða hjónabandi með karlmönnum, og það er sjálfselskt og slæmt að segja það, en ég held að drifkrafturinn hafi verið að eignast börn,“ sagði Jameson í samtali við People.

Jameson á þrjú börn úr fyrri samböndum, en hún á 14 ára tvíbura með Tito Ortiz og 6 ára dóttur með Lior Bitton. Þetta er í þriðja sinn sem Jameson gengur í það heilaga, en hún var áður gift Brad Armstrong frá 1996 til 2001 og Jay Grdina frá 2003 til 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar