Hver er hinn upprunalegi skallapoppari?

Bubbi varð fljótt andhverfa skallapopparans en hann bjó samt hugtakið …
Bubbi varð fljótt andhverfa skallapopparans en hann bjó samt hugtakið ekki til. Mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Það er útbreiddur misskilningur að Bubbi Morthens sé höfundur orðsins „skallapoppari“ sem ruddi sér til rúms fyrir meira en fjörutíu árum og lifir enn góðu lífi.

Þannig ræddi Helgarpósturinn við Kristin Svavarsson saxófónleikara í mars 1981, eins og menn muna. Þar var hann kallaður skallapoppari og kunni því alls ekki illa. „Skallapoppari finnst mér gott orð hjá Bubba. Ég legg kannski allt aðra merkingu í það en gert hefur verið, en mér finnst það bráðskemmtilegt,“ sagði hann.

Þetta ranghermi var leiðrétt sléttri viku síðar í sama blaði í „vettvangspistli“ eftir Jens Kr. Guð.

„Þannig var að við Smári Valgeirsson ritstýrðum fyrir nokkrum árum hressilegu poppmúsíkblaði, Halló að nafni. Öfugt við poppmúsíkskríbenta dagblaðanna sniðgengum við að mestu þá steingeldu iðnaðarframleiðslu á afþreyingarmúsík sem erlendis er kölluð „muzak“ eða „mor“ (middle of the road). Þessi músíktegund á ekkert skylt við tónlist eða aðrar listgreinar því hún er gersneydd allri sköpunargleði og öllu lífi. Þetta er svona nokkurs konar kópíuframleiðsla,“ sagði Jens.

Halló fór voðalega í taugarnar á einum poppmúsíkskríbent dagblaðanna, að sögn Jens. Sá rak víst geysilegan áróður fyrir „mor“-músík, gerði ítrekaðar tilraunir til að telja landanum trú um að „vælið“ í Bee Gees, Cliff Richard og Village People væri toppurinn í músíkbransanum. Halló gekk auðvitað þvert á þennan áróður.

„Því réðst poppmúsíkskríbentinn harkalega á Halló og óskaði því ágæta blaði skjóts dauðdaga. Við svöruðum árásinni á þann snjalla hátt að semja íslenskt orð yfir þessa gróskulausu og steingeldu „mor“-músík og skírðum hana bókstaflega í höfuðið á poppmúsíkskríbentinum áðurnefnda. Hann er nefnilega ótrúlega þunnhærður eftir aldri (líklega vegna ofhlustunar á diskómúsík). Þannig varð nú orðið skallapopp til. Og þannig er sá sem framleiðir rammsköllótta afþreyingarmúsík skallapoppari,“ sagði Jens.

Hann nafngreinir ekki téðan poppmúsíkskríbent en Sunnudagsblað Morgunblaðsins lagðist í rannsóknir og telur sig hafa fundið kappann. Allt um málið þar. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar