Rýmir fyrir nýrri línu og tímum með fata­markaði

Tíu ár eru síðan fatamerkið Jör var stofnað.
Tíu ár eru síðan fatamerkið Jör var stofnað. Ljósmynd/Aðsend

Guðmund­ur Jör­unds­son, fata­hönnuður og veit­ingamaður, hyggst nú byrja að hanna nýja fatalínu eft­ir að hafa verið í fríi frá slíku síðastliðið ár. Hann stend­ur nú fyr­ir fata­markaði sem fer fram á Kex-hostel í dag til þess að losa út það gamla og rýma fyr­ir nýju.

Nóg hef­ur verið að gera hjá Guðmundi, en ásamt því að hanna ei­lítið í hliðar­verk­um hef­ur hann staðið í því að opna veit­ingastaðinn og versl­un­ina Nebraska á Baróns­stíg.

Í sam­tali við mbl.is seg­ist hann hafa ætlað sér að byrja að hanna fatalín­ur fyrr en raun ber vitni og selja í versl­un­inni.

„Svo hugsaði ég það núna þegar ég fór að fara í gegn­um allt dótið að ég þyrfti kannski að hreinsa til og fara í gegn­um þetta. Þá fékk ég löng­un til að gera eitt­hvað nýtt, losa út gamla og fara að hanna aft­ur svona að fullu. Það tók smá tíma að safna orku aft­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Skemmti­legra að ein­hver eigi sem vilji njóta

Guðmundur Jörundsson, eða Gummi Jör eins og hann er oftar …
Guðmund­ur Jör­unds­son, eða Gummi Jör eins og hann er oft­ar kallaður, rým­ir nú fyr­ir nýj­um vör­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hann seg­ir kveikj­una af þessu öllu hafa verið þegar hann hélt lít­inn fata­markað fyr­ir um mánuði síðan.

„Það var eig­in­lega bara við það, þegar ég fór að fara í gegn­um öll gömlu sýn­ing­ar­föt­in og skoða allt. Það kveikti eitt­hvað svona í mér bara. Ég ákvað bara að taka þessa ákvörðun og gera al­menni­leg­an fata­markað og stærri og til­kynna þetta til að grafa þetta í stein,“ seg­ir Guðmund­ur.

Þegar því er velt upp hvort það verði ekki erfitt að sleppa ákveðnum flík­um á markaðnum svar­ar hann því ját­andi en seg­ir skemmti­legra að ein­hver eigi hlut­ina sem njóti þeirra.

„Þetta tók líka ein­hver ár, ég ein­hvern veg­inn tímdi ekki að láta þetta fara, vissi ekki hvað ég ætlaði að gera við og svo var líka heil lína sem var á far­and­sýn­ingu sem byrjaði í Frankfurt og ég fékk senda fyr­ir tveim­ur árum. [...] Svo var ein­hvern veg­inn bara niðurstaðan mín að ég fattaði, heyrðu ég er bara að fara að hafa þetta ofan í kassa eða hang­andi ein­hvers staðar og mér finnst miklu skemmti­legra að ein­hver eigi þetta sem raun­veru­lega vill eiga þetta,“ seg­ir Guðmund­ur.

Guðmundur segir úrvalið á markaðnum vera fjölbreytt.
Guðmund­ur seg­ir úr­valið á markaðnum vera fjöl­breytt. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er fal­legt að eld­ast og þrosk­ast

Hann seg­ir úr­valið á fata­markaðnum verða mjög fjöl­breytt, til sölu séu ein­stak­ar vör­ur, pruf­ur, sýn­ing­ar­vör­ur ásamt fleira klass­ísk­ara sem hann hef­ur gert á síðustu árum.

Spurður hvernig til­finn­ing­in sé að skríða í ára­tug­inn síðan Jör var stofnað seg­ir hann til­finn­ing­una galna.

„Mér finnst galið að það séu kom­in tíu ár, þetta er búið að líða mjög hratt en það er bara fal­legt, það er fal­legt að eld­ast og þrosk­ast,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir því við að hann hafi lært margt en hann var 24 ára þegar merkið var stofnað.

Skór, töskur, skyrtur, jakkaföt og fleira er til sölu.
Skór, tösk­ur, skyrt­ur, jakka­föt og fleira er til sölu. Ljós­mynd/​Aðsend

Manni fannst Crocs viðbjóður fyr­ir nokkr­um árum

Hann seg­ist hafa fattað allt í einu að hann langaði aft­ur að fara að gera það sem hon­um finnst skemmti­leg­ast.

„Mér finnst langt skemmti­leg­ast að gera lín­ur og sýn­ing­ar, búa til heim­inn í kring­um það. Það er al­veg gam­an að hanna föt, ég var nátt­úru­lega líka bara að hanna jakka­föt , skyrt­ur og svona meira klass­ískt dót [...] en mér finnst skemmti­leg­ast að gera heild­ræna fatalínu og kynna hana. Það er það sem mig lang­ar að fara að gera aft­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Spurður hvort að það séu ein­hverj­ar ákveðnar flík­ur sem séu í upp­á­haldi eða sem hann hefði kannski átt að sleppa seg­ist hann vissu­lega eiga sér upp­á­halds flík­ur. Mik­il­vægt sé þó að bera virðingu fyr­ir verk­inu þar sem tísk­an fari alltaf í hringi.

„Ef manni finnst þetta ljótt núna þá finnst manni þetta geðveikt flott eft­ir tíu ár eins og þetta er alltaf, sem er nátt­úru­lega [það] sem er skemmti­legt og fyndið við þetta. Manni fannst Crocs viðbjóður fyr­ir nokkr­um árum eða bara allt 90‘s. Maður þarf bara að bera virðingu fyr­ir [hverju tíma­bili],“ seg­ir Guðmund­ur.

Guðmundur segir mikilvægt að bera virðingu fyrir hverju tímabili fyrir …
Guðmund­ur seg­ir mik­il­vægt að bera virðingu fyr­ir hverju tíma­bili fyr­ir sig. Ljós­mynd/​Aðsend

Fjöl­breytt úr­val fyr­ir fjöl­breytt­an kúnna­hóp

Hann ját­ar því að fata­markaður­inn verði ef­laust heilandi að losa út gamla hluti og fara í gegn­um þá. Það hafi líka verið mjög gam­an fyr­ir hann að fara í gegn­um gaml­ar lín­ur og heyra enn, tíu árum síðar, af fólki sem not­ar gaml­ar Jör flík­ur mikið sem eru enn í topp standi.

Guðmund­ur seg­ir markaðinn vera mjög fjöl­breytt­an.

„Ég áttaði mig eig­in­lega ekki al­veg á því fyrr en ég setti þetta allt upp og fór í gegn. Þetta eru klass­ísk­ar skyrt­ur, kjól­ar, topp­ar og galla­bux­ur, blúss­ur, eitt­hvað af jakka­föt­um, skór, veski, það er bara all­ur fjand­inn. [...] Bara eins og Jör var, með mjög breiðan kúnna­hóp og ald­urs­hóp,“ seg­ir hann að lok­um.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um markaðinn má sjá með því að smella hér en hann hefst á Kex-hostel í dag, laug­ar­dag klukk­an 13.00 og stend­ur til 16.00.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant