Eykur öryggisgæslu vegna líflátshótana

Ricky Gervais er vel þekktur fyrir óheflaða kímnigáfu sína.
Ricky Gervais er vel þekktur fyrir óheflaða kímnigáfu sína. mbl.is/Kristinn Magnússon

Uppistandarinn Ricky Gervais hefur þurft að auka öryggisgæslu á uppistandsferðalagi sínu sem hefst í Wales næstkomandi miðvikudag. Ástæðan er líflátshótanir sem honum hafa borist vegna umdeildra ummæla hans varðandi hin ýmsu viðfangsefni.

Að sögn heimildarmanns Sun hafa líflátshótanir verið sendar á skrifstofu Gervais. Þótt starfslið hans hafi ekki enn sýnt honum hótanirnar sé honum ljóst hvers eðlis þær séu. Fannst Gervais því ekkert annað koma til greina en að auka öryggisgæsluna á komandi ferðalagi sínu. Meðal viðfangsefna nýja uppistandsins verða guð, Hitler og hve auðveldlega fólk móðgast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar