Leikkonan Elizabeth Hurley fagnaði á dögunum 58. aldursárinu með því að deila sjóðheitri bikinímynd af ströndinni á Instagram-reikningi sínum. Hurley er í fantaformi enda hugsar hún vel um heilsuna.
Hurley er með yfir 2,6 milljónir fylgjenda á Instagram sem gjörsamlega misstu sig yfir færslunni þar sem afmælisóskum rigndi inn frá stjörnunum í Hollywood.
„Til hamingju með afmælið ég,“ skrifaði leikkonan við myndina, en hún klæddist bláu bikiníi og sólaði sig á ströndinni á afmælisdaginn.