Hljómsveitin Sigur Rós gaf í dag út lagið Blóðberg. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar sem kemur út á föstudaginn.
Leikstjórinn Johan Renck gerði tónlistarmyndband fyrir lagið en hann leikstýrði HBO þáttaséríunni Chernobyl sem Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina fyrir.
Renck hefur meðal annars áður leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Madonnu, Robyn og Beyoncé.
Ný plata Sigur Rósar kemur út á föstudaginn, sama dag og hljómsveitin hefur tónleikaferðalag um Evrópu og Norður Ameríku. Uppselt er á alla tónleikaröðina.