Hafa ekki fengið boð í afmæli Karls

Meghan hertogaynja af Sussex og Harry Bretaprins hafa ekki fengið …
Meghan hertogaynja af Sussex og Harry Bretaprins hafa ekki fengið boð í afmæli Karls III. Bretakonungs. Samsett mynd

Spennan virðist nú vera meiri en nokkru sinni fyrr á milli Harrys Bretapins og konungsfjölskyldunnar, en hann og Meghan hertogaynja af Sussex hafa að sögn ekki fengið opinbert boð um að vera viðstödd afmælisgöngu Karls III. Bretakonungs í næstu viku.

„Ég er hræddur um að þetta endurspegli stöðu samskipta í augnablikinu,“ sagði heimildamaður Daily Mail.

Þetta er í fyrsta skipti sem Harry hefur ekki verið velkominn í opinbera afmælishátíð föður síns, en ástæðan er talin yfirstandandi dómsmál sem Harry höfðaði á hendur blaðaútgefandanum Mirror Group Newspaper.

Konungsfjölskyldan allt annað en sátt

Harry skráði sig á spjöld sögunnar með vitnisburði sínum í hæstarétti Lundúna hinn 6. júní síðastliðinn, en að sögn háttsettra heimildarmanna Page Six er konungsfjölskyldan allt annað en sátt.

„Harry lítur á þetta eins og hann sé að berjast þeirra bardaga líka, til að vernda orðstír konungsveldisins. En vissulega forðast konungsfjölskyldan árekstra við fjölmiðla í flestum tilfellum. Og málaferli eru svo langdregin, streituvaldandi og ófyrirsjáanleg  að ekki sé minnst á kostnaðarsöm,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar