Treat Williams, sem þekktastur varð fyrir leik sinn sem Dr. Andrew „Andy“ Brown í sjónvarpsþáttaröðinni Everwood, lést í umferðarslysi í Vermont–fylki í gær. Williams var afar vinsæll og hafa fjölmargir innan kvikmyndageirans minnst hans á samfélagsmiðlum í dag.
„Ég og Treat Williams hófum leikferla okkar í New York–borg. Við lékum saman í tveimur Broadway–sýningum, Grease og Over Here. Mér þykir þetta ó, svo sárt, kæri Treat. Hugur minn er hjá þér og fjölskyldu þinni. Þín verður saknað, kærleikskveðjur, John.“
„Í þau ótal skipti sem við unnum saman – alltaf yndislegt. Ég var alltaf spennt fyrir næsta skipti. Ég sendi alla mína ást til fjölskyldunnar. Fljúgðu hátt, vinur minn.“
„Sorglegar fréttir. Hvíldu í friði, bróðir.“
„Gáfaður. Hæfileikaríkur. Farsæll. Myndarlegur. Með hjarta úr gullu. Og þetta nafn....Treat Williams.“
„Ég er í áfalli! Hvíldu í friði kæri Treat. Samúðarkveðjur til Pam, Gilles, Ellie og fjölskyldunnar. Yndislegur leikari og vinur.“ Cattrall birti mynd af parinu úr sjónvarpsmyndinni 36 Hours to Die frá árinu 1999.
„Treat Williams var algjör fjársjóður – bæði sem leikari og manneskja. Það var mér mikill heiður þegar hann samþykkti að leika föður minn í White Collar. Treat, þú varst frábær leikari og ég mun sakna þín.“
„Ég og Treat eyddum mánuðum saman í Róm við tökur á Once Upon a Time in America. Það verður oft ansi einmanalegt yfir þessi löngu tökutímabil, en seiglan og þetta frábæra skap hans voru sannkölluð guðsending á þessum tíma. Mér þótti virkilega vænt um hann og er miður mín yfir því að hann skuli vera farinn.“