Bandaríski leikarinn Treat Williams fórst í umferðarslysi 71 árs að aldri.
The Washington Post greinir frá því að mótorhjól Williams hafi lent í árekstri við jeppling í Vermont-ríki síðdegis í gær. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús í borginni Albany þar sem hann var úrskurðaður látinn.
Williams er þekktastur fyrir leik sinni í sjónvarpsþáttunum Everwood og kvikmyndinni Hair. Hann var tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna fyrir leik sinni í kvikmyndinni.
Williams lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.