Amy Schumer gerir óspart grín að Baldwin-fjölskyldunni

Amy Schumer botnar ekkert í fjölskyldu Hilariu Baldwin.
Amy Schumer botnar ekkert í fjölskyldu Hilariu Baldwin. Samsett mynd

Spaugarinn Amy Schumer gerir óspart grín að eiginkonu og barnsmóður leikarans Alec Baldwin, Hilariu Baldwin í nýjasta uppistandi sínu fyrir Netflix, Emergency Contact og kallar fyrrverandi jógakennarann meðal annars „siðleysingja.“

Hilaria Baldwin hefur verið mikið í fréttum frá því að hún tók saman við leikarann Alec Baldwin, en fyrir nokkrum árum var hún sögð hafa breytt nafni sínu og sökuð um að hafa greint rangt frá uppruna sínum.

„Hilaria frá Spáni er bara Hillary frá Boston“

Baldwin hafði greint frá því opinberlega að hún hefði fæðst á spænsku eyjunni Majorka og heyrðist reglulega tala með spænskum hreim. Það komst upp um lygarnar og Hilaria Baldwin er víst fædd og uppalin í Boston og heitir réttu nafni Hillary Lynn Hayward–Thomas.

Þetta sá Schumer sem efni í gott uppistand og eyðir hún dágóðum tíma í að ræða um hjónin og þessa Spánar–þráhyggju Hilariu. 

Schumer er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum og hefur ýmislegt að segja um Baldwin–hjónin. „Hilaria frá Spáni er bara Hillary frá Boston, hafið þið pælt í því? Foreldrar hennar eru ekki frá Spáni, enginn í lífi þessarar konu er frá Spáni,“ segir Schumer, sem skilur hvorki upp eða niður í því hvað fékk hana til að þykjast vera spænsk. 

Grínast með barnanöfnin

Schumer gerir einnig óspart grín að nöfnum barna þeirra hjóna, en notar til þess spænsk orð, ótengd nöfnunum. „Af hverju heita börnin spænskum nöfnum? Af hverju heita þau Jamón, Croqueta og Flamenco, hvað er eiginlega í gangi?“ spyr Schumer.

Hilaria Baldwin og Alec Baldwin giftu sig árið 2012 og eiga saman sjö börn sem öll bera framandi nöfn: Carmen Gabriela, Raphael Thomas, Leonardo Ángel, Romeo Alejandro David, Eduardo Pao Lucas, Maria Lucía Victoría og Ilaria Catalina Irena.

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar