Eminem hvergi sjáanlegur í brúðkaupi dóttur sinnar

Var Eminem í brúðkaupi dóttur sinnar?
Var Eminem í brúðkaupi dóttur sinnar? Samsett mynd

Alaina Scott, ferðabloggari og elsta dóttir rapparans Eminem, giftist unnusta sínum, Matt Moeller, síðastliðinn föstudag við fallega athöfn í Detroit í Michigan-ríki.

Scott deildi gleðifregnunum með fylgjendum sínum á Instagram sem eru rúmlega 87.000 talsins. Hún birti fallega myndaröð er sýndi frá brúðkaupsdeginum og var brúðurin alsæl með daginn. „9. júní, 2023. Þetta er einn af bestu dögum lífs míns. Í þessu lífi og því næsta, á sál mín eftir að finna þína,“ skrifaði hún við myndbirtinguna. 

Myndirnar sýna ýmis augnablik frá stóra deginum en netverjar voru fljótir að benda á að faðir brúðarinnar, Eminem, væri hvergi sjáanlegur og er ekki vitað hvort rapparinn hafi verið viðstaddur.

Eminem ættleiddi Scott snemma á tíunda áratugnum, en móðir hennar, Dawn Scott, var systir fyrrverandi eiginkonu rapparans, Kim Scott Mathers. Hún lést árið 2016 eftir erfiða baráttu við áfengis- og eiturlyfjafíkn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar