Situr fyrir berbrjósta á níræðisaldri

Miriam Margolyes er ófeimin sem fyrr í nýjasta tölublaði breska …
Miriam Margolyes er ófeimin sem fyrr í nýjasta tölublaði breska tímaritsins Vogue. Samsett mynd

Leikkonan Miriam Margolyes er nýjasta forsíðufyrirsæta breska tímaritsins Vouge. Margoyles er þekkt fyrir blygðunarlausa framkomu sína og töfrandi sérvisku og eru myndirnar í samræmi við það. 

Í viðtali sínu við Vogue segir hin 82 ára gamla Margoyles, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Sprout prófessor í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter, að henni finnist tilgangslaust að skammast sín. Segist hún innst inni vera barn og að hún geti ekki staðist að sýna smá óþekkt.

Í viðtalinu talar Margoyles einnig um kynhneigð sína, en hún kom út sem lesbía árið 1966, á þeim tímum þegar samkynhneigð var enn ólögleg, og hefur verið með konu sinni í 54 ár. Segir hún að mikilvægt sé að fólki líði vel í eigin skinni því það finnist ekki sterkari manneskja en sú sem er óhrædd við að vera hún sjálf. Segist hún aldrei hafa skammast sín fyrir að vera samkynhneigð og að hún hafi aldrei litið á kynhneigð sína sem glæpsamlega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar