Dóttir Gordons Ramseys komin á fast með ólympíufara

Holly Ramsay og Adam Peaty eru nýtt par.
Holly Ramsay og Adam Peaty eru nýtt par. Samsett mynd

Holly Ramsay, dóttir sjónvarpskokksins Gordons Ramsays, virðist hafa fundið ástina og er komin á fast með ólympíufaranum Adam Peaty. 

Peaty er 28 ára gamall Breti og hefur unnið þrenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í sundi á Ólympíuleikunum, annars vegar í Ríó árið 2016 og hins vegar í Tókýó árið 2020. 

Ramsay og Peaty eru sögð hafa verið að hittast undanfarnar vikur, en þau opinberuðu samband sitt á Instagram á dögunum. Þau kynntust í gegnum miðilinn eftir að systir Ramsay, Tilly, tók þátt í Strictly Come Dancing með Peaty árið 2021. 

Heimildamaður The Sun segir Peaty þegar hafa eytt gæðastundum með fjölskyldu Ramsay, þar á meðal föður hennar, sem er einmitt byrjaður að fylgja ólympíufaranum á Instagram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar