Holly Ramsay, dóttir sjónvarpskokksins Gordons Ramsays, virðist hafa fundið ástina og er komin á fast með ólympíufaranum Adam Peaty.
Peaty er 28 ára gamall Breti og hefur unnið þrenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í sundi á Ólympíuleikunum, annars vegar í Ríó árið 2016 og hins vegar í Tókýó árið 2020.
Ramsay og Peaty eru sögð hafa verið að hittast undanfarnar vikur, en þau opinberuðu samband sitt á Instagram á dögunum. Þau kynntust í gegnum miðilinn eftir að systir Ramsay, Tilly, tók þátt í Strictly Come Dancing með Peaty árið 2021.
Heimildamaður The Sun segir Peaty þegar hafa eytt gæðastundum með fjölskyldu Ramsay, þar á meðal föður hennar, sem er einmitt byrjaður að fylgja ólympíufaranum á Instagram.