Jennifer Aniston gefst ekki upp á ástinni

Leikkonan Jennifer Aniston ásamt fyrrverandi mökum sínum, þeim Brad Pitt, …
Leikkonan Jennifer Aniston ásamt fyrrverandi mökum sínum, þeim Brad Pitt, Justin Theroux og John Mayer. Samsett mynd

Leik­kon­an Jenni­fer Anist­on held­ur enn fast í þá trú að hún muni að lok­um finna hinn eina sanna og hef­ur ekki gefið ást­ina upp á bát­inn – jafn­vel þótt hún hafi átt í ófá­um mis­lukkuðum sam­bönd­um í gegn­um tíðina. 

Heim­ildamaður Us Weekly seg­ir Anist­on líða mjög vel og hafi það mjög gott ein. „Innst inni þá trú­ir Jen því þó að hún hitti að lok­um réttu mann­eskj­una,“ sagði hann. 

„Hún er ham­ingju­söm, heil­brigð og ánægð með fer­il­inn sinn, fjöl­skyldu og vini. Hún hef­ur gengið í gegn­um margt en er þakk­lát fyr­ir vel­gengni sína, bæði per­sónu­lega og fag­lega,“ bætti heim­ildamaður­inn við. 

Hef­ur tvisvar verið gift

Anist­on hef­ur tvisvar gengið í það heil­aga, ann­ars veg­ar með leik­ar­an­um Brad Pitt og hins veg­ar með leik­ar­an­um Just­in Theroux.

Hún kynnt­ist Pitt árið 1994, en ástar­sam­band þeirra hófst ekki fyrr en 1998. Þau giftu sig í júlí árið 2000 en skildu í októ­ber 2005 vegna meints fram­hjá­halds Pitt með mót­leik­konu sinni, Ang­el­inu Jolie. 

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru gift frá árinu 2000 …
Brad Pitt og Jenni­fer Anist­on voru gift frá ár­inu 2000 til 2005. Hall­dór Kol­beins

Eft­ir skilnaðinn átti Anist­on í ástar­sam­bandi með leik­ar­an­um Vince Caug­hn og síðar tón­list­ar­mann­in­um John Mayer. 

Jennifer Aniston og tónlistarmaðurinn John Mayer á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2009.
Jenni­fer Anist­on og tón­list­armaður­inn John Mayer á Óskar­sverðlauna­hátíðinni árið 2009. DANNY MO­LOS­HOK

Anist­on og Theroux höfðu verið vin­ir í lang­an tíma áður en neisti kviknaði á milli þeirra við tök­ur á kvik­mynd­inni Wand­erlust árið 2011. Þau gengu í það heil­aga í ág­úst 2015 en leiðir þeirra skildi þrem­ur árum síðar. 

Jennifer Aniston og Justin Theroux voru gift í þrjú ár.
Jenni­fer Anist­on og Just­in Theroux voru gift í þrjú ár. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka