Breska leikkonan Glenda Jackson, sem einnig starfaði sem þingkona, er látin, 87 ára gömul.
Umboðsmaður hennar, Lionel Larner, greindi frá þessu.
„Glenda Jackson, tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi og stjórnmálamaður, lést á heimili sínu í Blackheath í London í morgun eftir skammvinn veikindi, með fjölskyldu sína sér við hlið,“ sagði Larner.
Hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sín í Women in Love og A Touch of Class.
Glenda Jackson, 'Women in Love' Oscar Winner and U.K. Politician, Dies at 87 https://t.co/2OksNC6AlH
— Variety (@Variety) June 15, 2023