Lovato breytir aftur um persónufornafn

Poppstjarnan Demi Lovato.
Poppstjarnan Demi Lovato. Samsett mynd

Bandaríska poppstjarnan Demi Lovato hefur gefist upp á því að nota kynhlutlausa persónufornafnið hán (e. they/they) og notar nú persónufornafnið hún (e. she/her). Poppstjarnan sagðist vera orðin þreytt á eilífum spurningum og útskýringum er snúa að því að skilgreina sig sem hán og taldi þetta þar af leiðandi auðveldari valkost. 

„Ég þurfti stöðugt að upplýsa og fræða fólk um ástæðuna fyrir vali mínu. Þetta varð einfaldlega óþolandi, yfirþyrmandi og þreytandi,“ sagði Lovato í viðtali sem birtist á þriðjudag við GQ Hype á Spáni. 

Sama manneskjan

Þrátt fyrir að notast nú við persónufornafnið hún lítur poppstjarnan á sig sem kynhlutlausa manneskju og vonast eftir að sjá miklar framfarir þegar kemur að málefnum hinsegin fólks í heiminum. „Á hverjum degi lendi ég í einhverju kyntengdu og má bara nefna almenningssalerni. Ég hef einungis val um að fara á kvennaklósett, en það er ekki fyrir mig,“ útskýrði Lovato. 

„Það má líka taka annað dæmi. Eyðublöð, á þeim þarf oftar en ekki að tilgreina kyn og er bara um tvo valkosti að ræða, karl og konu. Enn og aftur er ekkert sem passar beint fyrir mig og neyðist ég þar af leiðandi til að velja konuna.“

Lovato kom út sem kynsegin í maí 2021 og hefur verið í sambandi með tónlistarmanninum Jutes í tæplega eitt ár.  

View this post on Instagram

A post shared by Demi Lovato (@ddlovato)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar