Opnað fyrir innsendingu laga í Söngvakeppnina 2024

Laga- og textahöfundar landsins geta nú sóst eftir því að …
Laga- og textahöfundar landsins geta nú sóst eftir því að feta í Eurovision-fótspor Diljár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opnað hefur verið fyrir innsendingu laga í Söngvakeppnina 2024 og hægt verður að senda inn lög til og með 10. september næstkomandi. Aldrei áður hefur verið opnað jafn snemma fyrir þau sem sækjast eftir því að vera fulltrúi Íslands í Eurovision-keppninni.

Samkvæmt RÚV gefst öllum tækifæri til að senda inn lag og eru allir laga- og textahöfundar landsins hvattir til að taka þátt. Einnig verður leitað til reyndra lagahöfunda eftir lögum. Eins og síðustu ár munu tíu lög keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision-keppninni, sem verður haldin í Svíþjóð á næsta ári. Svíar áætla að tilkynnt verði um nánari staðsetningu seinna í sumar.

Hægt er að senda inn sitt lag á vefsíðu Söngvakeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar