Það styttist í Þjóðhátíð og eftirvæntingin mikil. Nú hefur Þjóðhátíðarnefnd staðfest þá Pál Óskar og Birni sem hluta af listafólkinu sem muni troða upp í Herjólfsdal í ár, en í mars var tilkynnt að Bríet, Stjórnin og Friðrik Dór yrðu hluti af þeim sem myndu halda uppi stuðinu í brekkunni.
Það stefnir því í stórfenglega hátíð, en Emmsjé Gauti mun flytja þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu. Tónlistarmaðurinn frumflutti lagið í byrjun mánaðarins og getur fólk byrjað að læra textinn enda verða allir að taka undir í brekkunni.