Fimmtugur og í hörkuformi

Neil Patrick Harris er í toppformi.
Neil Patrick Harris er í toppformi. Samsett mynd

Leikarinn og fjöllistamaðurinn, Neil Patrick Harris, fagnaði fimmtugsafmæli sínu hinn 15. júní síðastliðinn og birti eldheita mynd af sér á Instagram í tilefni dagsins. Leikarinn sem er í hörkuformi, stillti sér upp fyrir framan baðherbergisspegilinn, ber að ofan og hnyklaði upphandleggsvöðvana.

„Fimmtíu. Koma SVO,“ skrifaði Harris við færsluna. Leikarinn er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sitt sem kvennabósinn Barney Stinson í bandarísku gamanþáttunum How I Met Your Mother.

View this post on Instagram

A post shared by Neil Patrick Harris (@nph)

Fjársjóðsleit að fimmtugu

Nokkrum dögum fyrir stóra daginn mætti Harris ásamt eiginmanni sínum David Burtka í viðtalsþáttinn The View og ræddi um aldurinn og afmælisdaginn. „Ég nýt þess að eldast. Mér líður mun betur í eigin skinni eftir því sem ég verð eldri. Ég er á góðum stað og tilbúinn að hefja þennan nýja kafla,“ sagði leikarinn. 

Harris útskýrði einnig að nýi tugurinn væri búinn að vera ansi lengi á leiðinni. „Hinn 26. apríl síðastliðinn fékk ég sent umslag, stimplað með tölunni 50, en þann dag voru 50 dagar fram að afmælisdeginum. Á hverjum degi síðan þá hafa mér borist þessi umslög en þau innihalda vísbendingar, leiki og fleira sem ég á að leysa.

Þetta hefur verið sannkölluð fjársjóðsleit að fimmtugu. Ég hef verið að fagna því að verða fimmtugur í ansi langan tíma,“ sagði Harris og hló rétt áður en að stjórnendur þáttarins réttu leikaranum annað umslag. 

Harris er giftur leikaranum David Burtka og saman eiga þeir tvíburana Harper og Gideon, 12 ára, sem þeir eignuðust með aðstoð staðgöngumóður hinn 12. október 2010. 

View this post on Instagram

A post shared by David Burtka (@dbelicious)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar