Helgi fagnar 17. júní í Kaupmannahöfn

Helgi Björnsson tók nokkur vel valin á þjóðhátíðarfögnuði Íslendingafélagsins í …
Helgi Björnsson tók nokkur vel valin á þjóðhátíðarfögnuði Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn í dag. Næst stígur hann á stóra sviðið í Tívólí. Ljósmynd/Eva Björk

„Ég er að fara syngja í kvöld á stóra sviðinu með Tivoli Big Band og Tívolí er með ákveðið þjóðhátíðardagsþema í tilefni 17. júní,“ segir söngvarinn Helgi Björnsson við mbl.is, en hann nú staddur í Kaupmannahöfn. Hann tók einnig nokkur lög á þjóðhátíðarfögnuði Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn.

„Ég var niðri á Amagerströnd þar sem íslendingafélagið var að halda fagnað,“ segir Helgi. „Það var bara frábært. Það var gott veður og svona,“ segir hann. „[Stemningin] var frábær, alveg geggjuð. Þetta var rosa gaman,“

Í kvöld mun hann spila í Tívolí í Kaupmannahöfn, þar sem haldið verður upp á þjóðhátíðardag Íslands með glæsibrag. Þar tekur hann nokkur lög með hljómsveit Tívolís og fékk hann áðan að skoða hvernig sviðið mun líta út. „Þetta lítur ágætlega út,“ segir hann.

Sólinn lék vel við gesti á þjóðhátíðarfögnuðinum.
Sólinn lék vel við gesti á þjóðhátíðarfögnuðinum. Ljósmynd/Eva Björk

Ætli Danirnir skilji „Eru ekki allir sexy?“

Spurður að því hvernig kom til að hann væri að spila í skemmtigarðinum í kvöld segir hann Tívolí hafa haft samband við sig og beðið hann um að koma og spila.

Þetta fyrsta skiptið sem Helgi spilar í Tívolí. Hann segist hins vegar einu sinni hafa leikið sig sjálfan spila í Tívolí áður. Var það í þáttunum Ligeglad, sem sýndir voru á Rúv fyrir nokkrum árum.

„Ég hlakka til. Það er gaman að koma fram á nýjum stöðum. Hér verður væntanlega eitthvað af Íslendingum og bara stemning og stuð,“ segir hann. „Og það verður gaman að sjá hvort Danirnir skilji „Eru ekki allir sexy?“,“ segir hann að lokum.

Ljósmynd/Eva Björk
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar breytignar til að ná orkunni upp. Taktu ekki fólkinu þínu sem sjálfsögðum hlut. Hrósaðu og þakkaðu fyrir allt sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að gera einhverjar breytignar til að ná orkunni upp. Taktu ekki fólkinu þínu sem sjálfsögðum hlut. Hrósaðu og þakkaðu fyrir allt sem þú hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Jónsdóttir
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Jojo Moyes