Ís­lensk kvik­mynd um kyn­lífs­fíkla í start­holunum

Benedikt Erlingsson hefur skrifað handrit fyrir og leikstýrt þónokkrum myndum, …
Benedikt Erlingsson hefur skrifað handrit fyrir og leikstýrt þónokkrum myndum, en sú nýlegasta er myndin Kona fer í stríð (2018) sem hann skrifaði ásamt Ólafi Agli Egilssyni. mbl.is/Eggert

Benedikt Erlingsson, leikari og kvikmyndagerðarmaður, vinnur að nýrri mynd sem kallast Normal Menn. Þetta staðfestir Benedikt í samtali við mbl.is.

Myndin er gamanmynd sem fjallar um kynlífsfíkla og er á íslensku, en meira vildi Benedikt ekki segja um hana að svo stöddu.

Undirbúningur við gerð myndarinnar er langt á veg kominn og er handritið tilbúið, en fjármögnunarferlið tekur nú við. 

Danska konan kemur út á næsta ári

Benedikt segist vera að vinna í nokkrum öðrum verkefnum sem séu í þróunarferli, en allra helst sé það sjónvarpsserían Danska konan, sem hann leikstýrir og skrifaði í samvinnu við Ólaf Egil Egilsson. „Við stefnum á að þættirnir fari í tökur í apríl á næsta ári, ef allt gengur upp.”

Danska konan er sex þátta sería sem RÚV og DR koma að ásamt öðrum. Trine Dyrholm fer með aðalhlutverkið.

Eins og titillinn gefur til kynna fjalla þeir um danskan kvenkyns hermann sem flytur til Íslands og svífst einskis við að kenna nágrönnum sínum hinn skandínavíska hugsunarhátt.

„Hún byrjar fyrst á því að reyna að betrumbæta fólkið sem býr í blokkinni hennar og notar allar tiltækar leiðir til þess, eins og stríðsmenn gera, en það endar ekki vel. Ég á erfitt með að setja seríuna í ákveðinn flokk, en þetta er eiginlega gleðilegur sorgleikur.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að vita ekkert er betra en að vita eitthvað sem ekki stenst. Hve er sinnar gæfu smiður og enginn hefur rétt til þess að ráðskast með þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir